Helgileikur í Korpuskóla

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Viðeyjarstofu var boðið á Helgileikinn Bjartasta stjarnan í Korpuskóla 18. desember sl. Við skemmtum okkur mjög vel og krakkarnir greinilega búnir að æfa sig vel.

 

Leikrit í Korpuskóla

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Tveimur elstu árgöngum Bakka var boðið í Korpuskóla að sjá söngleikinn Ævintýri í Mararþaraborg eftir Ingebrigt Davik. Nemendur í 2. og 3. bekk voru leikendur í sýningunni og gerðu þetta frábærlega. Leikritið fjallar um þá flyðrubræður Frakk og Fim sem villast til Mararþaraborgar og hitta þarýmsar furðuverur og lenda í ævintýrum.

 

Desemberfrétt

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Við á Viðeyjarstofu höfum haft það rólegt og huggulegt það sem af er desember mánaðar. Við erum dugleg að hlusta á og syngja jólalög, föndra, leira og ýmislegt sem okkur dettur í hug.

Húsdýrin

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Elstu börnin á Bakka hafa verið dugleg að æfa sig í margskonar skemmtilegum verkefnum. Til dæmis vorum við að vinna þemaverkefni um húsdýrin en í því notuðum við áfram hina frábæru sögu um Blómin á þakinu. Við skiptum okkur í tveggja manna teymi sem saman unnu verkefni um ákveðin dýr.