Leikur að læra-Arnarhópur

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Viðeyjarstofa heldur áfram með verkefnið LEIKUR að læra. Börnin unnu með söguna ,,Mamma er best" og útfrá henni gert  ýmiskonar verkefni.  

Bókasafnsferð Arnarhóps

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Arnarhópur skellti sér á Bókasafnið og hlustaði á sögu, skoðaði bækur og fékk að máta búninga sem til eru á safninu. En sumum finnst ferðin með strætó jafnvel ennþá meira spennandi en bókasafnið sjálft

Leikur að læra

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Við á Bakka erum komin á fullt skrið með verkefnið okkar „LEIKUR að læra" núna eru það tveir elstu árgangar leikskólans sem fá að taka þátt í þróuninni.
Við erum að vinna með söguna ,,Mamma er best" eftir Björk Bjarkadóttur. Krakkarnir hafa mörg hver lært söguna utan að og við höfum unnið alls konar skemmtileg verkefni út frá sögunni. Árgangur 2008 valdi lykilorðið vandi og ætla að læra D og I rosalega vel.

Nokkrir punktar frá Viðey

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Önnin fer vel af stað hjá okkur á Viðey. Við erum að komast á fullt skrið með hópastarfið og hefur gengið vel að koma sér af stað. Ýmislegt spennandi verður í gangi hjá okkur í vetur líkt og undanfarið.
2008 árgangurinn heldur áfram í LEIKUR að læra og nú fá 2009 að sigla með í það verkefni.
Fjöruverkefni með Eddu verða áfram á sínum stað en við höfum ekki komist í fjöruna á nýju ári sökum ófærðar á göngustígnum niður í fjöru.