Tónlist

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Við í Dvergahóp á Bakka fengum að skoða tónlistarvagninn en á honum eru alls konar hljóðfæri og dót sem við máttum prófa. Okkur fannst virkilega gaman enda mjög langt síðan að vagninn hefur verið skoðaður. Við útbjuggum hljómsveit og spiluðum og sungum frumsamin lög sem vöktu mikla lukku.

Veðurfræðingur

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Á hverjum morgni tökum við á Viðey veðrið og er mjög spennandi að fá að vera veðurfræðingur. Við notum töfluna til þess að segja hvernig veðrið er og hvernig á að klæða sig. Við bíðum með mikilli eftirvæntingu eftir því að hitamælirinn verði settur upp svo við getum verið aðeins nákvæmari í sambandi við hitastigið á daginn.

Núna í september hefur veðrið leikið við okkur og við reynt að nýta okkur það til útiveru.

 

Frá Viðey

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

29agust11s29agust11sJæja þá eru allir komnir til baka úr sumarfríi á Viðey.

Vonum að allir hafi haft það gott og séu tilbúnir að takast á við vetrarstarfið sem fer að fara í gang nú í september.

Það er búið að vera yndislegt að vera í fríi en alltaf gott að komast í skipulagið aftur.