Föstudagsfjör

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Það er stundum mikið fjör á föstudögum og allir spenntir að fara í helgarfrí. Þá er um að gera að fara í hringdans og syngja með.

Gaman í samveru

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Það var gaman hjá okkur í samveru í dag. Við vorum að syngja og æfa okkur í að standa fyrir framan hvort annað og syngja.

Álfahópur valdi að syngja Atti katti nova, Tröllahópur söng Bakaralagið og Dvergahópur valdi að syngja Gamla Nóa.

Ánægja með snjóinn

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Krakkarnir á Viðey hafa verið dugleg að fara út að leika sér í snjónum og virðast allir vera mjög ánægðir með hversu lengi hann hefur staldrað við í þetta sinn. Stundum rennum við okkur á þotu eða leikum okkur í snjónum án þess að hafa neitt dót og alltaf finnst okkur jafn gaman að fara út þegar snjórinn er þrátt fyrir að stundum sé svolítið kalt.

Rætt um vináttu

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

10nov11s10nov11sÍ tilefni þess að í gær var dagur gegn einelti ræddum við á Viðey um vináttu og líðan í samverustund. Svo sungum við tvö vinalög , Við erum vinir og Vinur minn. Við stóðum svo upp og gerðum vinahring.