Skemmtilegur göngutúr

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Viðeyjarstofa fór í skemmtilegan göngutúr um daginn í góða veðrinu. Við fórum saman öll deildin, við vorum að kveðja Álfahóp sem er núna komin í salinn. Svo skemmtilega vildi til að Korpuskóli var einmitt líka í göngutúr og ratleik á sama tíma og við. Þetta var mikið fjör og margir hressir krakkar samankomnir og sumir hittu meira að segja systkini sín frá Korpuskóla.

Bingó!

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Elstu börnin á Viðey á Bakka fóru í bingó og skiptust á að vera bingóstjórar. Þau voru mjög áhugasöm og dugleg að finna út tölurnar.

Samverustund

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Við slógum upp balli í samverustund um daginn á Viðey. Það er nú ekki flókið, bara að færa húsgögnin aðeins til og skella músík í tækið. Þetta var mikið fjör, við æfðum litlu andarungana, stoppdansinn og fleiri dansa.

Álfahópur að leika úti ,,á bak við"

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Það er alltaf gaman að fara ,,á bak við" en það er náttúruparadísin okkar þar sem við getum leikið okkur í fallegu umhverfi. Þar eru klettar og hólar og hæðir sem er skemmtilegt að leika sér í.