Hópastarf á Viðey

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Nú er hópastarfið komið á fullt og hefur gengið rosalega vel. Arnarhópur var í skemmtilegu stafaverkefni hjá Önnu á mánudaginn og í söguverkefni hjá Örnu á þriðjudag. 

 

Dúkkukrókur

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Þið hafið kannski tekið eftir því að við höfum breytt dúkkukróknum. Núna er dúkkukrókurinn kominn inn í leikhúsið. Þetta hefur vakið gríðarlega lukku meðal barnanna og verið eftirsótt að komast þangað. Núna er alls konar dót auk búninganna úr leikhúsinu sem enn eru á sínum stað.

Safna skeljum - verðlaun

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Við á Viðey höfum verið að safna skeljum í krukku og völdum svo að fá náttfatadag í verðlaun þegar krukkan væri orðin full. Við fáum eina skel í hvert sinn sem við sitjum fallega í samverustund og höfum hendur og fætur hjá okkur.

 

Dansað í kringum jólatréð

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Krakkarnir voru í stóru Duplo kubbunum og bjuggu til svona líka myndarlegt jólatré sem þau dönsuðu svo í kringum og sungu fallega jólasöngva.