Útivist og umhverfið

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Við á Viðey höfum verið dugleg að njóta veðurblíðunnar sem hefur verið í apríl. Stundum höfum við nánast verið úti allan daginn. Börnunum finnst rosalega gaman þegar það er óþarfi að klæða sig mjög mikið og setningin ,,úlpa, húfa og skór“ virkar eins og mesta vítamínsprauta og allir verða tilbúnir að fara út að leika sér á einu augabragði.

Við lokuðum flæðinu og ákváðum frekar að vera duglegri að nota umhverfið og efla umhverfisvitundina. Neðri lóðin hefur verið vinsæl og göngutúrar um hverfið. Fjaran er að sjálfsögðu á sínum stað og báðir árgangarnir á Viðey fara einu sinni í viku niður eftir.

Útskrift elstu barnanna verður 19. maí og eftir hana fara þau í salinn þar sem sumardagskráin tekur við.