Leikur að læra - Bakki

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

 

Leikskólinn hefur verið með þróunarverkefni í gangi síðan 2013 sem heitir Leikur að læra. Verkefnið miðar að læsi í víðum skilningi. Tveir elstu árgangar leikskólans hafa verið þátttakendur í verkefninu en núna í haust hafa einungis elstu börnin tekið þátt. Fljótlega eftir áramótin siglir árgangur 2010 með í  gleðina.

Elstu börnunum var skipt í smærri hópa og eru 5-6 saman í hóp. Allir hópar vinna með söguna ,,Mamma er best" eftir Björk Bjarkadóttur. Hóparnir velja sér svokallað lykilorð úr sögunni sem er orð sem þeim finnst mikilvægast. Hóparnir völdu mismunandi orð en orðin notum við í stafainnlögn og þess vegna eru ekki allir að vinna með sömu stafi á sama tíma.

Verkefnið hefur gengið vel og krakkarnir mjög áhugasöm.

Einnig fara börnin í ,,hefðbundin" elstubarnaverkefni þar sem meiri áhersla er lögð á stærðfræði, form, nærumhverfið  og fleira.