Útivist og umhverfið

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Við á Viðey höfum verið dugleg að njóta veðurblíðunnar sem hefur verið í apríl. Stundum höfum við nánast verið úti allan daginn. Börnunum finnst rosalega gaman þegar það er óþarfi að klæða sig mjög mikið og setningin ,,úlpa, húfa og skór“ virkar eins og mesta vítamínsprauta og allir verða tilbúnir að fara út að leika sér á einu augabragði.

Leikur að læra - Bakki

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

Leikskólinn hefur verið með þróunarverkefni í gangi síðan 2013 sem heitir Leikur að læra. Verkefnið miðar að læsi í víðum skilningi. Tveir elstu árgangar leikskólans hafa verið þátttakendur í verkefninu en núna í haust hafa einungis elstu börnin tekið þátt. Fljótlega eftir áramótin siglir árgangur 2010 með í  gleðina.

Smyrla- og fálkahópur á bókasafninu

Ritað . Efnisflokkur: Viðey

2009 árgangurinn á Viðey fór í heimsókn á bókasafnið þar sem lesin var saga og bækur skoðaðar. Einnig mátuðum við búningana sem eru til á bókasafninu. Það sem vekur samt oftast mesta lukku er strætóferðin sjálf :)