Gaman að leira

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

Í síðustu viku skelltu börnin í Sólarhóp á Bakka sér inn í listaskála að leira. Leirinn var aðeins of blautur þannig að við þurftum að bæta í hann smá hveiti til að gera hann góðan. Þetta þótti börnunum rosalegt sport, nú voru þau sko að baka.

Tónlistastund

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

Í dag fóru Sólarhópur og Dvergahópur í tónlistarstund. Við kynntum okkur með því að syngja nafnalag og klöppuðum svo atkvæðin í nöfnunum okkar.

Hvert barn dró svo hljóðfæri undan teppi sem að við spiluðum á og sungum saman þrjú lög.

Leikur að hljóðum

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

Tunglhópur skellti sér fyrir ekki svo löngu í tónlistarstund og skemmti sér mjög vel. Hljóðfærin voru ótrúlega skemmtileg og spennandi og fengu allir að prufa allt. Við spiluðum einnig hljóðaspil og enduðum svo stundina á frábærum tónleikum sem við viljum endilega deila með ykkur.

Allt að byrja

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

Allt er að falla í réttar skorður á deildinni, vetrarstarfið er að byrja með Jarðálfum, Fjörulöllum, fuglavernd, Ótrúleg eru ævintýrin og elstu barna verkefnum.

Í vetur munum við einnig huga að veðrinu og munu börnin því skiptast á að fara í hlutverk veðurfræðings. Sem veðurfræðingar munu þau athuga með veðrið og finna út hvernig best er að klæða sig með það í huga.