Þerney á baklóðinni

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

SpennandiSpennandi

 

Þennan dag stefndu Þerneyjarbörnin bak við hús (á neðri lóð leikskólans). Þau voru spennt og voru snögg að klæða sig og dugleg að fara í röð við hliðið. Í upphafi léku börnin sér í frjálsum leik þar sem þau könnuðu lóðina og voru í góðum leik. Þau príluðu í klettum og trjám, bjuggu til ímyndaðan eld, voru í hundaleik og mömmó, léku með tjábolinna og voru að skilmast með tjágreinum ásamt ýmsu fleiru.

Eftir svolitla stund kölluðum við börnin til okkar og gáfum þeim fyrirmæli um finna einn hlut og koma með til okkar og setja á stórt blað sem sett var á jörðina. Börnin þustu af stað og komu með marga og ólíka þætti. Til að mynda steina, greinar, tjábörk, laufblöð, trjágreinar, tjáboli, gras, blóm og rusl. Þarna fengum við tækifæri til að ræða um heiti þessara hluta og einnig hugtök eins og stærra og minna, slétt og hrufótt, langt og stutt og fleira. Einnig gátum við rætt um umhverfið okkar og mikilvægi þess að tína upp rusl því það viljum við ekki að sé á fallegu lóðinni okkar. Við ræddum líka um tréin og umgengni okkar við þau. Börnin voru áhugasöm og fróðleiksfús og umfram allt skemmtu þau sér vel.