Óvissuferð á Þerney

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

 

Börnunum á Þerney var boðið í óvissuferð í vikunni .Markmiðið með ferðinni var að kynna börnin fyrir nærumhverfinu og að æfa sig að fara eftir fyrirmælum.

Það voru allir sem fóru í ferðina nema þau yngstu þar sem þau voru sofandi.

Við byrjuðum á því að ræða hvað við værum að æfa og ákváðum að fara í vinabandinu. Það var mikið spjallað og skoðað í gönguferðinni. Eins þurftum við að fá götuna lánaða nokkrum sinnum og æfðum okkur í því.

Þessi ferð gekk alveg rosalega vel og við enduðum hana á því að koma við á leikvelli í hverfinu þar sem börnin skemmtu sér konunglega við leik. Það er alltaf skemmtilegt að breyta til og leika sér í nýju umhverfi.