Sjálfstæði við matarborðið

Ritað . Efnisflokkur: Þerney

 

Á Þerney eru börnin að æfa sig að skammta sér sjálf á diskana, skera matinn og borða snyrtilega.  Þeim finnst mjög spennandi að fá að skammta sér sjálf og borða oft mun betur ef þau sjálf hafa fengið að skammta sér.  Með því að gera sjálf læra þau að þekkja sitt magamál, passa að nóg sé til fyrir alla og kunna sér hóf.

Við matarborðið skapast ávallt skemmtilegar umræður um allt milli himins og jarðar, þar gefst góður tími fyrir kennara að ræða við börnin og börnin að spjalla sín á milli.