Hópur 3 - fjórði tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 3 fór í sinn fjórða tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur 29.janúar. 
Vera tók á móti okkur og sýndi okkur fallega plöntu, svo sagði hún okkur að verkefni dagsins væri að rannsaka, þrífa og teikna plöntur. 
Okkur leist strax vel á þetta verkefni.

Sjálfsmynd

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

28jan sjaf ss28jan sjaf ss2007 og 2008 árgangurinn á Bakkabergi var að gera glæsilegar sjálfsmyndir. Við byrjuðum á því að skoða andlitið okkar í spegli. Horfðum á formið á andlitinu, hárið , eyrun, munninn og tennurnar. Við skoðuðum líka augun vel og litlu svörtu augasteinana inn í augunum okkar. Þeir hleypa birtu inn í augun okkar, þeir stækka í myrkri og minnka í mikilli birtu.

Málað á trönu

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

2009 árgangurinn á Bakkabergi var að mála stóra mynd á trönunum. Það er mjög gaman að mála á trönum því allar hreyfingar eru mun frjálslegri en þegar málað er sitjandi við borð. Við notuðum einungis frumlitina við gerð þessa listaverks, þeir eru gulur, rauður og blár.