Hópur 4 - fyrsti tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Það var spennandi dagur hjá krökkunum á Bakka 19. febrúar síðastliðinn því þau eru fjórði og seinasti hópurinn til að fara í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Vera tók á móti okkur hún spurði hvort við hefðum séð eitthvað á leiðinni. Það stóð ekki á svörunum.

Hópur 3 - sjötti tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 3 fór í sinn sjötta og seinasta tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur 12. febrúar. Vera tók á móti okkur , hún sagði okkur að verkefni dagsins væri að mála. Hún sýndi okkur bók eftir listakonuna Louise Matthíasdóttur sem málaði oft uppstillingar. Í hverju þarf málari að vera góður? Hann þarf að vera góður í að blanda liti og svo þarf hann líka að kunna að nota augun sín. Hér erum við með frumlitina, bláan, gulan og rauðan. Við getum blandað alla liti með frumlitunum.

Hópur 3 - fimmti tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 3 fór í sinn fimmta tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur fimmta febrúar. Hún Vera tók á móti okkur og var að sýna okkur hvernig hægt er að búa til allskyns furðuverur úr pappír. Svo slökkti hún ljósin og sýndi okkur hvernig skuggaleikhús virkar.
Þá var komið að því að við ættum að búa til okkar furðuverur.
Fyrst áttum við að teikna furðuveruna, hún gæti til dæmis verið sambland af tveimur dýrum.