Hópur 4 - þriðji tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur fjögur fór í sinn þriðja tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur 12. mars.  Vera tók á móti okkur, hún spurði okkur hvaða hús væri svona í laginu og bjó til formið með höndunum.   Það er turn var svarið, má ég sjá hvernig þið búið til turn.  Börnin tylltu sér á tá og bjuggu til turn með líkamanum.

 

 

 

Þrykkmynd

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Þrír elstu árgangarnir á Bakkabergi hafa verið að vinna þrykkmynd. Þá byrjum við á því að rúlla málningu á glerplötu.

Hópur 4 - annar tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur fjögur fór í sinn annan tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur 26.febrúar. Vera tók á móti okkur, hún vildi byrja á því að fara með okkur í skoðunarferð um Myndlistaskólann. Við fórum og skoðuðum textíl, teikni og mótunardeildina. Þetta var fróðlegur skoðunartúr.
Þegar við komum aftur inn í stofuna bauð Vera okkur að setjast í kringum lítið borð. Á borðinu voru þrír litir í glærum krukkum, gulur, rauður og blár.