Hópur 1 - þriðji tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 1 fór í sinn þriðja tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur þann 16. október. Veðrið var mjög gott þennan dag og við byrjuðum á því að fara niður á tjörn og gefa öndunum brauð við tökum alltaf tvo strætisvagna á leiðinni niður í Myndlistarskóla þannig að það var í leiðinni.

Hópur 1 - annar tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 1 fór í sinn annan tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur þann 9.október. Það er mikið ævintýri að taka strætó og á leiðinni í Myndlistarskólann stoppuðum við á þessum skemmtilega rólóvelli.

Hópur 1 - fyrsti tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Það var spennandi dagur hjá krökkunum á Bergi annan október því þau voru fyrsti hópurinn til að fara niður í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Við tókum 2 strætisvagna til að komast vestur í bæ þar sem myndlistarskólinn er til húsa, það er alltaf spennandi að fara í strætó.