Hópur 1 - sjötti tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 1 fór í sinn 6 og seinasta tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur 6.nóvember. Hún Vera, kennarinn okkar var með mjög spennandi bók um slöngur. Það voru alls kyns slöngur í bókinni og hún Vera ætlaði að kenna okkur að leira slöngu í dag.
Við skoðuðum líka hvernig form eru á eggjunum, þau eru ekki hringlótt, meira ávöl. Slöngurnar vefja sig utan um eggin sín til að passa þau.
Við fengum öll að prófa að leira egg, slönguegg.

Hópur 1 - fimmti tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

30okt myndl12s30okt myndl12sHópur 1 fór í sinn fimmta tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur 30. október. Í upphafi tímans var Vera með gátu. Hvað er það sem hoppar á einni löpp og snýst í hringi? Það voru ýmis svör, eins og til dæmis skopparakringla. Kunnið þið að hoppa á öðrum fæti og snúast í hringi um leið eins og skopparakringlan gerir? Já, já sögðu allir og fóru að hoppa á öðrum fæti og snúa sér um leið. Eigum við að búa til svona skopparakringlu? Já, svöruðu allir í kór.

Hópur 1 - fjórði tíminn

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 1 fór í sinn fjórða tíma í Myndlistarskóla Reykjavíkur þann 23. október.

Við byrjuðum á því að skoða hvar við kæmum auga á grænan lit í stofunni og fundum við hann á mörgum stöðum t.d. á blómum sem voru úti í glugga og á spjaldi sem hékk á veggnum.