Hópur 2 - þriðji tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 2 fór í sinn þriðja tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 27. nóvember.

Þann dag fengum við að prófa að mála allskonar línur og doppur með löngu töfrapriki og bleki og þótti okkur það mjög skemmtilegt.

Því næst var komið að því að fara fram á gang og skoða fuglamyndir sem héngu uppi á vegg.Hún Vera sagði okkur að fuglarnir á myndunum ættu heima hér í Myndlistaskólanum.

Hópur 2 - annar tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 2 fór í sinn annan tíma 20. nóvember síðast liðinn.

Þar sýndi Vera okkur myndir eftir Louisu Matthíasdóttur en hún málaði stundum sjálfa sig, landslag og stundum málaði hún ávexti. Og í þessum tíma ætluðum við að mála ávexti en til þess þarf maður að vera snillingur í að blanda liti þannig að við fórum yfir frumlitina þrjá, gulan, rauðan og bláan og getur maður blandað alla heimsins liti úr þeim.

Hópur 2 - fyrsti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Það var spennandi dagur hjá krökkunum á Bakka þrettánda nóvember því þau voru annar hópurinn til að fara í Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Við tökum 2 strætisvagna til að komast vestur í bæ þar sem myndlistaskólinn er til húsa, það er alltaf spennandi að fara í strætó. Svo borðum við hádegismat þar enda allir svangir eftir langt ferðalag.
Hún Vera tók á móti okkur, en hún ætlar að kenna okkur á þessu námskeiði. Hún byrjaði á því að sýna okkur bók um breska listamanninn Richard Long.