Hópur 2 - sjötti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 2 fór í sinn sjötta og seinasta tíma í Myndlistaskólann þann 18.desember. Það var gaman að taka strætó og skoða fallegu jólaljósin á leiðinnni í strætó. Hún Vera tók á móti okkur, hún var að spyrja okkur hvaðan ljósið kæmi?

Nú auðvitað frá sólinni var svarið. En þegar það er ekki sól? Þá erum við með rafmagnsljós og kertaljós.

Hópur 2 - fimmti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 2 fór í sinn fimmta tíma í Myndlistaskólann þann 11.desember. Hún Elsa tók á móti okkur, hún var að sýna okkur myndir af snjóhúsum.

Svo spurði hún hvort við kynnum að búa til hús? Það voru ekki allir sem viðurkenndu að kunna að búa til hús, hinsvegar kunnu allir að teikna hús.

Hópur 2 - fjórði tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 2 fór í sinn fjórða tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 4.desember. Við fórum fyrst með brauð til að gefa öndunum á tjörninni. Gæsirnar þar voru mjög ágengar og þurftum við stundum að flýja upp á bekk til að forðast þær.