Hópur 4 - Sjötti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

 

Hópur 4 fór í sinn sjötta og seinasta  tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 16.apríl. Vera tók á móti okkur, hún ætlaði að kenna okkur að búa til skuggaleikhús. Fyrst teiknum við, svo klippið þið brúðuna út, svo er ég hér með gatara ef þið viljið setja göt á brúðuna ykkar. Því næst finnið þið ykkur grein og límið brúðuna á grein, svo er ég með plast fyrir þá sem sem vilja fá vind í brúðuna sína.

Þegar allar brúðurnar voru tilbúnar var farið hinumegin við hvíta tjaldið, loftljósin slökkt og kveikt á myndvarpanum.  Það var mjög spennandi að fá að prófa brúðurnar.

Þegar allir voru búnir að prófa brúðurnar leyfðum við þeim aðeins að hvíla sig á borðinu.  Vera spurði okkur hvort við kynnum að breyta okkur í fugla, auðvitað kunnum við það sögðu allir og fóru að baða út höndunum.  Þá kveikti Vera á litalömpunum, þetta voru þrír lampar þannig að allir skuggar þrefölduðust.  Vá, ég er tveir heyrðist í einum, ég er gulur, rauður og grænn, ég er þrefaldur hrópaði annar.

 Að lokum var skipst á að sýna brúðuleikhús fyrir hvort annað.