Hópur 4 - fimmti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

 

Hópur fjögur fór í sinn fimmta tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 9.apríl. Sjáið hvað ég er með hér sagði Vera og sýndi okkur marga kassa af allskyns spennandi hlutum sem voru flokkuð eftir litum. Núna ætlum við að reyna að gera listaverk saman á þennan stóra hvíta vegg hér fyrir framan okkur. Hvernig getum við fest hlutina upp á vegginn?  Einhver svaraði, með lími, annar svaraði með tonnataki. Við þurfum að nota eitthvað sem hægt er að losa aftur, því við þurfum að taka listaverkið aftur niður, sagði Vera.

Nú var hafist handa við að búa til sameiginlegt listaverk.   Samvinnan var frábær, áhuginn og vinnugleðin mikil.

Þegar listaverkið var farið að teygja sig yfir í næstu veggi sagði Vera, jæja eigum við nú að fá okkur sæti og skoða listaverkið.  Hvað gæti þetta listaverk heitið?  Það voru ýmsar hugmyndir,  ruslahaugur, tenging, land, stingur, stjarna.