Hópur 4 - fjórði tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

 

Hópur fjögur fór í sinn fjórða tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 19.mars.  Þegar við komum inn í stofuna  var Vera með uppblásna sundlaug fulla af vatni inn í stofunni.  Hún lét okkur fá hvíta kubba, vitið þið hvað þetta er?   Eigum við að prófa að setja hann ofan í vatnið.  Flýtur kubburinn eða sekkur hann?

Nú megið þið setjast með kubbana ykkar og smyrja þá með þykku lagi af flísalími.  Þá kallaði Vera í alla og sagði þeim að koma til sín því hún ætlaði að opna búðina.  Vera sýndi þeim vöruúrvalið,  og sýndi  hvernig ætti að þrýsta hlutunum ofan í flísalímið.  Allir fengu litla skál, völdu sér vörur í búðinni og þrýstu  ofan í límið.

Því næst voru listaverkin máluð og að lokum prófuðum við hvort þau gætu flotið í sundlauginni.