Hópur 2 - sjötti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 2 fór í sinn sjötta og seinasta tíma í Myndlistaskólann þann 18.desember. Það var gaman að taka strætó og skoða fallegu jólaljósin á leiðinnni í strætó. Hún Vera tók á móti okkur, hún var að spyrja okkur hvaðan ljósið kæmi?

Nú auðvitað frá sólinni var svarið. En þegar það er ekki sól? Þá erum við með rafmagnsljós og kertaljós.

Verkefnið í dag var að búa til hús úr pappír sem væri hægt að lýsa að innan með kertaljósi.

Við byrjuðum á því að teikna hurðar og glugga á húsið með hvítum lit. Því næst skárum við fletina út til að hleypa birtu í gegn.

Þá lituðum við húsin og skreyttum þau með glimmer.

Í lokin bjuggum við til lítið þorp úr öllum húsunum, við slökktum ljósin og settum lifandi kertaljós í öll húsin.

 

myndl hopur2 5 amyndl hopur2 5 a

myndl hopur2 5 bmyndl hopur2 5 b

myndl hopur2 5 cmyndl hopur2 5 c

Hér má sjá skráningu af hóp 2 - 6.tími (pdf)