Hópur 2 - fimmti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 2 fór í sinn fimmta tíma í Myndlistaskólann þann 11.desember. Hún Elsa tók á móti okkur, hún var að sýna okkur myndir af snjóhúsum.

Svo spurði hún hvort við kynnum að búa til hús? Það voru ekki allir sem viðurkenndu að kunna að búa til hús, hinsvegar kunnu allir að teikna hús.

Við ákváðum að búa til hús úr sykurmolum. Við notuðum lím til að veggirnir myndu ekki hrynja.

Því næst máluðum við nokkra sykurmola og límdum efst á veggina.

Að lokum settum við kerti inn í húsin, kveiktum á þeim og dáðumst að hversu falleg sykurhúsin voru í kertaljósinu.

 

myndl hopur2 bmyndl hopur2 b

myndl hopur2 cmyndl hopur2 c

Hér má sjá skráningu af hóp 2 - 5 tími (pdf)