Hópur 4 - Sjötti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur 4 fór í sinn sjötta og seinasta  tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 16.apríl. Vera tók á móti okkur, hún ætlaði að kenna okkur að búa til skuggaleikhús. Fyrst teiknum við, svo klippið þið brúðuna út, svo er ég hér með gatara ef þið viljið setja göt á brúðuna ykkar. Því næst finnið þið ykkur grein og límið brúðuna á grein, svo er ég með plast fyrir þá sem sem vilja fá vind í brúðuna sína.

Hópur 4 - fimmti tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur fjögur fór í sinn fimmta tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 9.apríl. Sjáið hvað ég er með hér sagði Vera og sýndi okkur marga kassa af allskyns spennandi hlutum sem voru flokkuð eftir litum. Núna ætlum við að reyna að gera listaverk saman á þennan stóra hvíta vegg hér fyrir framan okkur. Hvernig getum við fest hlutina upp á vegginn?  Einhver svaraði, með lími, annar svaraði með tonnataki. Við þurfum að nota eitthvað sem hægt er að losa aftur, því við þurfum að taka listaverkið aftur niður, sagði Vera.

Hópur 4 - fjórði tími

Ritað . Efnisflokkur: Myndsköpun - dagbók

Hópur fjögur fór í sinn fjórða tíma í Myndlistaskóla Reykjavíkur þann 19.mars.  Þegar við komum inn í stofuna  var Vera með uppblásna sundlaug fulla af vatni inn í stofunni.  Hún lét okkur fá hvíta kubba, vitið þið hvað þetta er?   Eigum við að prófa að setja hann ofan í vatnið.  Flýtur kubburinn eða sekkur hann?