Öryggismál

Barnavernd

Starfsfólki leikskóla ber skylda til að fylgjast með leikskólabörnunum og tilkynna til Barnaverndar ef grunur um vanrækslu er fyrir hendi. Þá er hægt að spyrja sig hvað er vanræksla? Vanræksla er til dæmis þegar barn er vanþrifið, kemur í of litlum fatnaði, vantar aukafatnað og útifatnað með sér í leikskólann, er mjög svangt og síþreytt. Einnig telst það vanræksla þegar foreldrar sinna því ekki að fara með barn sitt til tannlæknis eða annarra sérfræðinga sem er verið að benda þeim á að fara til með barn sitt. Nánar má lesa um þessi mál hér.

Slys

Í erli dagsins eru börn að meiða sig og erum við á Bakkabergi með ákveðnar verklagsreglur þegar slys ber að höndum, hvort sem það eru minniháttar eða alvarleg slys.

Rýmingaáætlun

Í hverjum skóla ber að vera með rýmingaáætlun við eldsvoða.

Jarðskjálfti

Við getum átt von á jarðskjálfta hvenær sem er hér á landi. Mikilvægt er að allir kunni rétt viðbrögð þegar jarðskjálfti verður. Ríkislögreglustjóri og Almannavarnir eru með góða litabók sem er jafnframt leiðbeiningar um það hvernig við eigum að bregðast við jarðskjálftum.

Áföll

Því miður eru sorg og áföll hluti af lífinu, á Bakkabergi er starfandi áfallaráð og er ákveðin áfallaáætlun. Einnig erum við með smá pistil um sorg barna, sem getur verið gott að lesa.

Óveður

Stundum verður mikill veðurhamur hér á landi sem geta hamlað skólastarf. Til eru ákveðnar verklagsreglur varðandi röskun á skólastarfi vegna veðurs sem stjórn Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins tók saman. Leiðbeiningarnar eru út frá grunnskólanum, en við í leikskólunum styðjumst við þær.

Öskumistur

Undanfarin ár hefur öskumistur verið að leggjast yfir borgina, umhverfisstofnun, ríkisrögreglustjóri og landlæknaembættið settu saman leiðbeiningar um það hvað á að gera og hvað ekki í öskufoki.

Viðbragðsáætlun

Innflúelsufaraldur er stundum að stinga sér hingað til Íslands og getur sá faraldur verið mis skæður. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, sóttvarnarlæknir og menntamálaráðuneytið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem er síðan sérsniðin að hverjum skóla varðandi grunnupplýsingar. Viðbragðsáætlun Bakkabergs.