Stjórnendateymi

Stjórnendateymi leikskólans Bakkabergs samanstendur af leikskólastjóra, aðstoðarleikskólastjórum, sérkennslustjóra og deildarstjórum. Reglulega hittast þessir aðilar á mismunandi fundum til að fara yfir mál og samræma vinnubrögð.

Leikskólastjóri er María Vilborg Hauksdóttir og ber ábyrgð á stjórnun, rekstri og fagstarfinu í leikskólanum. Allt er viðkemur leikskólann Bakkaberg er undir hennar ábyrgð.

Valdís Edda Hreinsdóttir er aðstoðarleikskólastjórinn á Bakka og eru hennar helstu sérverkefni:

 • Foreldrasamvinna; foreldrar geta leitað til hennar með mál
 • Innritunarmál og gjöld
 • Styður við fagstarfið og starfsmenn
 • Fjörulallar; heldur utan um fjöruferðir barnanna á báðum stöðum

Valgerður Anna Þórisdóttir er aðstoðarleikskólastjórinn á Bergi og eru hennar helstu sérverkefni:

 • Foreldrasamvinna; foreldrar geta leitað til hennar með mál
 • Styður við fagstarfið og starfsmenn
 • Málörvun; heldur utan um málörvunarhópa og að efla daglega málnotkun

Ásdís Hallgrímsdóttir er sérkennslustjóri Bakkabergs og eru hennar helstu sérverkefni:

 • Snemmtæk íhlutun; gengur í að börn fái viðeigandi þjónustu, ef á þarf að halda
 • Sér um teymisfundi
 • Sér um skýrslur, einstaklingsnámskrár, tilvísanir og annað sem tilheyrir stuðningi
 • Styður við þá starfsmenn sem eru að sinna sérkennslu

Agnes Björk Guðmundsdóttir er deildarstjóri Lundeyjarstofu á Bakka

Dagný Gísladóttir er deildarstjóri Þerneyjarstofu á Bakka

Arna Þrándardóttir er deildarstjóri Viðeyjarstofu á Bakka

Bryndís Skaftadóttir er deildarstjóri á Dvergasteini á Bergi

Guðrún Dögg Gunnarsdóttir er deildarstjóri á Álfasteini á Bergi

Deildarstjórarnir sjá um stjórnun deildar sinnar og samvinnu á milli deilda. Barnahópurinn, foreldrasamvinna og fagstarfið er á þeirra ábyrgð.