Mannauður

Ein mikilvægasta auðlind hvers skóla er mannauðurinn. Hér á Bakkabergi er stór hópur af flottum starfsmönnum með mismunandi menntun og reynslu að baki. Hver starfsmaður er einstakur og berum við virðingu fyrir hverjum og einum. Með góðri samvinnu fá allir að blómstra og nýta sinn mannauð í leik og starfi.

Leiðarljós leikskólans eru; leikur - samvinna - virðing og settum við okkur eftirfarandi leiðarvísir fyrir starfshópinn í samræmi við þau:

  • Leikur - þar sem börn eru, þar er leikur. Við starfsfólkið þurfum að varðveita barnið í okkur og leika í vinnunni. Við leikur við börnin og með þeim. Sköpum aðstæður fyrir þau til að þróa leik sinn. Aukum við reynslu þeirra og þekkingu til að efla leikinn. Starfsmannahópur sem kann að leika sér er jafnframt glaður og skemmtilegur

  • Samvinna - er það sem starfið okkar snýst um, því er mikilvægt að vera henni trúr og vera meðvitaður um að starfið gengur ekki upp án hennar. Þar sem við störfum svo náið þá má gera ráð fyrir því að upp geti komið ágreiningur, þá er nauðsynlegt að ræða þann ágreining og muna að við erum að gagnrýna atburð en ekki persónu

  • Virðing - við berum virðingu fyrir börnunum, foreldrunum og samstarfsmönnum og við þurfum að sýna það í verki þar sem við erum í mikilli nálægð við alla þessa aðila.Við berum virðingu fyrir leikskólanum, öllum búnaði og lóðinni með því að ganga vel um, setja hvern hlut á sinn stað og laga það sem aflaga fer. Við berum einnig virðingu fyrir starfinu okkar með því að sinna því af kostgæfni, sýna sjálfstæði í því að leita okkur upplýsinga og vera meðvituð um að taka við þeim skilaboðum sem að okkur er rétt