Leirgerð á Lundey

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Það var mjög skemmtilegt hjá okkur um daginn þegar við tókum okkur til og bjuggum til leir. Börnin fengu að fylgjast með því hvað var notað í leirgerðina en það er hveiti, salt, olía, vatn og litur. Síðan hjálpuðu þau til að hnoða þetta allt saman og svo var hægt að fara að móta og leika sér með hann. Það var ýmislegt sem varð til hjá þeim eins og ormar, flugvélar, bátar og kúlur.

Elstu börnin á Lundey

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Elstu börnin á Lundey hafa verið að æfa sig svolítið við matarborðið síðustu vikur.

Þau byrjuðu fyrir nokkrum vikum á því að hætta með smekki og eru því farin að æfa sig að halla sér yfir diskinn á meðan þau borða.

Sumarbreytingar

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Í síðustu viku urðu nokkuð miklar breytingar inná Þerney en elsti árgangurinn er farinn inn í Úlfarsfell þar sem hann ætlar að vera allan júní og í staðinn höfum við fengið sjö börn af Lundey til okkar. Ragna starfsmaður af Lundey fylgir börnunum og verðum hjá okkur fram að sumarlokun.

Nýlist

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Okkur á Lundey vantaði svo eitthvað á veggina hjá okkur og ákváðum við þá að leyfa krökkunum að bræða vaxliti á spjald.