Könnunarleikurinn

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Þá er könnunarleikurinn farinn af stað hjá okkur. Fyrir flestum börnunum er þetta alveg nýtt og verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Fyrsti hópurinn, sem var Kanínuhópur, lofaði góðu og var hann mjög upptekinn af að skoða og kanna möguleika hlutanna sem í boði voru. Hver hópur verður einu sinni í viku í könnunarleik.

 

Ökklahringir

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Það er misjafnt hvað ungar stúlkur velja sér til skrauts. Hér eru það ökklahringir sem eru í uppáhaldi. Þetta verður ekki mikið flottara.

 

 

 

Fótbolti

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Boltarnir eru alltaf jafn vinsælir. Í þetta skiptið var það fótbolti sem var í gangi og skemmtu börnin sér vel við að sparka á milli.

 

 

 

Aðlögun lokið

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Nú er allri aðlögun lokið á Lundey, starfsfólk komið aftur til vinnu eftir sumarfrí og lífið því að komast í fastar skorður hjá okkur. Aðlögunin gekk vel og var gaman að fá að kynnast bæði börnum og foreldrum á þennan hátt. Þetta árið komu 9 ný börn á Lundey.