Fuglunum gefið brauð

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Hvolpahópur á Lundey fór út á neðra svæðið í síðustu viku með brauð til að gefa fuglunum. Brauðið var vel þegið því stuttu síðar kom fjöldi smáfugla að gæða sér á brauðinu. Eftir að við höfðum gefið fuglunum fórum við á efra svæðið og hittum þar fleiri börn í snjónum.

Eldhúsið

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Alltaf er nú gaman að stússast í eldhúsinu. Þar er bæði hægt að elda, hella upp á kaffi og svo auðvitað að spjalla saman en það er mikið gert af því í eldhúskróknum.

Kubbar

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Við prófuðum að litaskipta kubbunum og viti menn börnin sækja mikið meira í þá en áður. Það furðulegast við þetta er að þau sækja mest í grænu kubbana. Allt er vænt sem vel er grænt.

Holukubbar

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Kubbarnir er stórir og þungir en það stöðvar ekki þessa vösku sveina í sinni vinnu. Þeir færa kubbana fram og til baka og byggja sér kastala, rennibraut eða annað skemmtilegt.