Könnunarleikur
Í könnunarleiknum í dag fengu krakkarnir í Kisuhóp að prófa einingakubbana sem þeim fannst sko alls ekki leiðinlegt og gátu þau brallað ýmislegt.
Í könnunarleiknum í dag fengu krakkarnir í Kisuhóp að prófa einingakubbana sem þeim fannst sko alls ekki leiðinlegt og gátu þau brallað ýmislegt.
Við í kisu- og kanínuhóp vorum að fræðast aðeins um hænur, fyrst skoðuðum við myndir af þeim og púsluðum svo hænupúslið okkar, þegar því var lokið teiknuðum við öll þessar fínu myndir af hænum með klessulitum.
Það er gott að eiga góðan vin, sérstaklega þegar maður er nývaknaður og hefur ekki orku til að klæða sig sjálfur.
Krakkarnir á Lundey voru að skoða hringina um daginn, þau skoðuðu hvernig þeir væru á litinn, hvaða krakkar væru með eins lit og hvað þau gætu gert með þá. T.d sneru þau þeim í hringi á gólfinu, hengdu þau á nefið og fleira og fleira. Þau skemmtu sér konunglega og var gaman að sjá hversu margir krakkar kunna litina.