Gaman í útiveru

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Okkur á Lundey þykir alveg óskaplega gaman í útiveru núna þegar veður er orðið betra.

Það er allt auðveldara þegar við þurfum ekki lengur að vera dúðuð í kuldagalla.

Gönguferð

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Í byrjun apríl fóru eldri börn Lundeyjar í gönguferð með eldri deildum leikskólans. Þau sáu margt skemmtilegt á leiðinni og komu meðal annars við á róló og léku sér.

Leirað á Lundey

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Börnin eru búin að vera að leira (trölladeig) í hópastarfi. Leirinn er bleikur og mjúkur og það er ótrúlegt gott að handfjatla hann.

Sungið og dansað á Lundey

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Börnunum á Lundey finnst skemmtilegt bæði að dansa og syngja. Oft fylgist þetta nú að og þau syngja hástöfum á meðan þau dansa og dilla sér.