Könnunarleikur

Ritað . Efnisflokkur: Lundey

Í könnunarleiknum í dag fengu krakkarnir í Kisuhóp að prófa einingakubbana sem þeim fannst sko alls ekki leiðinlegt og gátu þau brallað ýmislegt.

Á meðan sumir sungu í kubbana byggðu aðrir hús og þegar því var lokið hjálpuðust þau öll að við að raða kubbunum upp í glugga sem var erfiðara en það leit út í fyrstu því sumir kubbana eru kringlóttir og rúlluðu þeir því niður úr glugganum, en eftir að þau föttuðu hvernig átti að tækla það þá gekk þetta eins og í sögu hjá þeim.