Upphaf og lok dagsins

Lögð er áhersla á að taka vel á móti hverju barni og foreldrum þess í upphafi dags og á sama hátt er barni þakkað fyrir daginn í lok dags. Mikilvægt er að foreldrar mæti inn á deild með barni sínu og það sama á við þegar barnið er sótt, þetta er öryggisatriði sem skiptir mjög miklu máli.