Samverustundir

Samverustundir eru yfirleitt þrisvar sinnum yfir daginn; á morgnanna áður en hópastarf byrjar, rétt fyrir hádegismatinn og nónhressingu. Í samverustundum er sungið, lesnar bækur, sagðar sögur, farið með þulur og rædd ýmis mál sem ofarlega eru á baugi í barnahópnum. Á eldri deildunum er rætt um hvaða dagur er, hvernig veðrið er úti og þá hvernig ætli við þurfum að vera klædd í útiverunni, farið jafnvel yfir hverjir eru mættir og send þeim sem ekki eru komnir fallega hugsun. Allt þetta auðgar reynslu barnanna og gerir þau að öflugri einstaklingum.