Matmálstímar

Matmálstímar í leikskólum er öflugur námsvettvangur, þar læra börnin borðsiði og umræður skapast um kurteisi, tillitssemi, borðhald, hreinlæti, hollustu, matinn og málefni líðandi stundar. Öll samvinna er í hávegum höfð og börnunum kennt að rétta á milli, aðstoða hvert annað og passa upp á að allir fái eitthvað á sinn disk í fyrstu umferð (áður en náð er í meira). Hvert barn á sitt sæti við matarborðið, það veitir þeim öryggi. Börnin skiptast á að vera þjónar og taka þá þátt í að ná í matarvagninn fram í eldhús og leggja á borð. Auðvitað fer þátttaka eftir aldri barnanna því allt er þetta á forsendum hvers barns fyrir sig. Börnin eru hvott til að smakka allan mat.