Hvíldartími

Eftir hádegisverðinn teljum við hollt og gott fyrir börnin að leggjast á dýnu og slaka á. Í stórum barnahóp er mikill erill og því gott að eiga rólega stund eftirl matinn og hlusta á notalega tónlist eða sögu. Misjafnt er eftir aldri barnanna hvort þau sofni eða bara slaki á. Miðað er við að leikskólinn sé í hvíld til kl.13.00.