Hreinlætisvenjur

Salernisferðir barnanna fara náttúrulega eftir þörfum þeirra, þó eru þau hvött á salernið fyrir útiveru og matmálstíma, en reynt er að halda aftur af salernisferðum í sjálfum matmálstímanum. Yngri börnin eru einnig hvött til að fara á salerni fyrir hvíldina.

Allir þvo sér umhendur eftir salernisferðir, fyrir mat og þegar þörf þykir. Það að þvo hendur er mjög mikilvægt í sambandi við hreinlæti og smit af ýmsu tagi (t.d. njálg). Rætt er við börnin um hreinlæti og þá sérstaklega handþvottinn, líkamann, klæðnað og að virða það þegar einhver vill fá að vera í næði. Börnin eru hvött til að hjálpa sér sjálf,en þó undir handleiðslu fullorðins.