Að klæða sig í og úr

Við hjálpum börnunum við að hjálpa sér sjálf og hvetjum þau til að aðstoða hvert annað. Gefa verður börnunum góðan tíma. Mikil umræða fer fram í fataklefanum um fatnað, líkamann, heilsuna, veðrið og hvernig á að ganga frá. Einnig er umræða um liti, fjölda og afstöðuhugtökin. Við leggjum áherslu á að hrósa, hvetja og nota inniröddina svo það skapist róleg og lærdómsrík stund, það þýðir ekki að það megi ekki vera gleði og kátt á hjalla.