Leikskólabarnið

Í leikskólanum Bakkabergi er stór og glæsilegur hópur af lífsglöðum, forvitnum og áhugasömum börnum. Við göngum út frá því að öll börn séu klár og einstök. Það er mjög einstaklingsbundið hve fljótt börn ná tökum á hinum ýmsu þáttum tilverunnar, en æfingin skapar meistarann. Því er áhersla á það að allir eru klárir, en ekki þar með sagt í öllu og því þurfum við að æfa okkur.

Börn læra meira í samvinnu við önnur börn, en ein og sér. Yfir leikskóladaginn eru börn í leik og námi í stórum og litlum hópum, með jafnöldrum og blönduðum aldri. Þannig teljum við að þau fái að upplifa hve klár þau eru og að það sé allt í lagi að þurfa að æfa sig.