Foreldraráð

Í lögum um leikskóla frá 12. júní 2008 nr.90 er í 11.gr. fjallað um foreldraráð. Þar segir meðal annars að kjósa eigi um foreldraráð í september ár hvert og að í því eigi að lámarki að sitja þrír foreldrar. Foreldraráð á að setja sér starfsreglur og ber leikskólastjóra að sitja í ráðinu.

Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla um skólanámskrána og aðrar áætlanir sem fjalla um starfsemi leikskólans. Foreldraráð fylgist með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana og sér um að kynna þær fyrir foreldrum. Einnig hefur foreldraráð umsagnarétt um allar meiri háttar breytingar á starfssemi leikskólans.

Veturinn 2013 - 2014 sitja eftirfarandi í foreldraráði Bakkabergs:

  • Sunna Ósk Kristinsdóttir fyrir hönd foreldranna á Bakka
  • Berglind Guðjónsdóttir fyrir hönd foreldranna á Bakka
  • Davíð Þór Þorvaldsson fyrir hönd foreldranna á Bakka
  • Guðbjörg Marta Pétursdóttir fyrir hönd foreldranna á Bergi
  • Edda Margrét Jensdóttir fyrir hönd leikskólans
  • Valdís Edda Hreinsdóttir fyrir hönd leikskólans      

Starfsreglur foreldraráðs á Bakkabergi (uppfært 8.2.13)