Foreldrasamvinna

Foreldrar gegna lykilhlutverki í lífi hvers barns og þeir bera frumábyrgð á velferð og uppeldi barna sinna. Sjónarmið foreldra til leikskólastarfsins er mjög mikilvægur liður í að efla velferð barnsins. Mikilvægt er að brúa bilið á milli heimilis og skóla með öflugri samvinnu sem einkennist af virðingu og góðu upplýsingastreymi.

Foreldrar geta alltaf verið í tölvusamskiptum við deildarstjóra barns síns eða leikskólastjóra, en þó eru hin daglegu samskipti mjög góð til upplýsingagjafa. Foreldraviðtöl eru áætluð tvisvar sinnum á vetri, en foreldrum er velkomið að óska eftir viðtölum oftar.

Öllum foreldrum er velkomið að koma og vera með okkur, en það er betra að láta vita með smá fyrirvara, því plássið í leikskólanum er ekki mikið og því gæti verið þröngt ef margir kæmu á sama tíma.

Við bjóðum uppá fjórar tegundir af mjólk, nýmjólk, léttmjólk, laktósafríamjólk og Haframjólk.  Foreldrum er frjálst að koma með aðrar tegundir fyrir sitt barn ef þeir kjósa svo.