Söngur á Dvergasteini

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Okkur finnst rosa gaman að syngja á Dvergasteini og erum dugleg að gefa okkur tíma í það. Í tilefni af vinamánuðinum okkar hér á Bakkabergi, ákváðum við að taka upp uppáhalds vinalagið okkar. 

Trommur

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Á meðan Grallara- og Tröllahópur voru í hreyfingu inni í Draumalandi að dansa á fullu, fékk Krílahópur að skoða trommurnar. Trommurnar voru mjög skemmtilegar og það var gaman að heyra allskonar hljóð úr þeim eftir því hvernig var lamið á þær. 

Það er gaman að leira

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Það er alltaf vinsælt hjá krökkunum að fá að leira. Nú búum við til leirinn sjálf á leikskólanum og því er auðvelt að fá allskonar litaðan leir. Yngstu krakkarnir fengu að leira í rólegheitum í hópastarfi. Á meðan var Grallarahópur í könnunarleik og Tröllahópur í iPad.