Hópastarf byrjar aftur

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Nú er hópastarf byrjað aftur á Dvergasteini eftir áramót. Við förum í samveru eftir morgunmat síðan í hópastarf kl 9:30. Það eru þrír hópar á Dvergasteini; Trölla-, Grallara-, og Krílahópur.

Dans á Dvergasteini

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Það er alltaf gaman að dansa. Við á Dvergasteini settum nokkur fjörug og skemmtileg lög á og dönsuðum, sungum og skemmtum okkur í smá stund. Svo gott að fá útrás við góða tónlist :)

 

Krúttleg jólatré

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við á Dvergasteini erum aðeins byrjuð að skreyta deildina okkar og gera kósý fyrir jólin. Nú hanga uppi krúttleg jólatré sem við stimpluðum með fótunum okkar. 
Kennararnir málaðu fæturnar og kítluðu þá aðeins í leiðinni. Síðan stimpluðum við fótunum á blaðið. Þegar það var þurrt fengum við smá gula málningu á puttan og stimpluðum "stjörnu" á toppinn á tréinu. Útkoman er voða krúttleg.