Steinatröll

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við á Dvergasteini erum að föndra tröll úr steinum. Tvær elstu stelpurnar fóru í leiðangur með kennurum niður í fjöru til að safna góðum tröllasteinum. Svo límdum við góða steina saman, settum augu og hár og máluðum. Útkoman er mjög skemmtileg. Við höldum áfram að föndra þessi skemmtilegu tröll næstu vikurnar. 

Málaðir geisladiskar

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við á Dvergasteini vildum skreyta aðeins inni á deild og fannst þá tilvalið að mála á gamla geisladiska sem við fengum gefins. Krökkunum fannst það rosa spennandi og diskarnir koma vel út. 

Bjuggum til hús

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við á Dvergasteini bjuggum til kósý hús saman. Settum teppi yfir tvo skápa og skriðum inn í myrkrið. Teppið var reyndar oft að detta niður en það var bara fyndið og krakkarnir skemmtu sér rosalega vel.