Könnunarleikurinn

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við förum alltaf reglulega í könnunarleikinn og skoðum þetta stórmerkilega dót sem við fáum að vera með þar. Við erum mikið að setja keðjurnar ofan í hin ýmsu ílát, raða þeim upp og jafnvel að hengja þær á okkur sjálf. Við erum alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.

Hjálpsemi

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Ein litla skottan fór úr sokkunum og það fannst annarri alveg ómögulegt og elti hana með sokkana. Að endanum settist sú berfætta loksins á rassinn. Fór þá litla ráðskonan að reynda að klæða hina í en það gekk heldur brösulega. Nú ákvað hin að klæða sig sjálf, en hinni fannst það nú ekki sniðugt og reif sokkana af henni og hélt áfram að reyna.

Málað með fingrum

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Krakkarnir á Dvergasteini voru að búa til ský og snjókomu þar sem mikið er um snjó þessa dagana. Gaman var að mála með fingrunum, þó sumum hafi þótt þetta frekar skrítið viðkomu. Prýða skýin nú stofuna okkar.