Hvað sjáum við út um gluggann?
Í dag var frekar leiðinlegt veður og því vorum við mikið inni. Við fórum út í glugga til að athuga hvað við sæjum þar, þar var til dæmis skip, fuglar, rokið, sjórinn og margt annað sem við tókum eftir.
Í dag var frekar leiðinlegt veður og því vorum við mikið inni. Við fórum út í glugga til að athuga hvað við sæjum þar, þar var til dæmis skip, fuglar, rokið, sjórinn og margt annað sem við tókum eftir.
Við fengum að hafa myndvarpann með í könnunarleiknum, það var nú ekkert smá spennandi. Við settum allskonar hluti á hann sem svo allir birtust á veggnum og voru þá ekkert smá stórir og spennandi.
Við fórum í listaskálann og fengum að mála myndir, það þótti okkur ekki leiðinlegt, þó var misjafnt hvernig við brugðumst við þegar við fegnum smá málingu á puttana okkar, en þau vandamál voru öll leyst farsællega og varð útkoman alveg stórkostlega. En myndirnar okkar hafa verið hengdar upp inn í Draumalandi.