Búningar

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við fengum að leika okkur með búninga um daginn. Það er svo gaman að skoða fötin og skella sér í annað hlutverk. Svo er um að gera að skipta oft um föt svo það sé hægt að prufa sem flest hlutverk.

Hljóðfæri - Berg

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Krökkunum á Dvergasteini er skipt í tvo hópa á morgnana til að fara í samveru. Eldri hópurinn fór inn í Draumaland að skoða hljóðfærin. Það var ótrúlega gaman að skoða hljóðfærin og heyra mismunandi hljóð úr hverju hljóðfæri.

Veturinn 2012 - 2013 á Dvergasteini

Ritað . Efnisflokkur: Dvergasteinn

Við á Dvergasteini erum búin að bralla mikið í vetur. Við erum búin að vera að æfa okkur í litunum og ýmiskonar söngvum.

Elstu börnin eru búin að vera í hópastarfi þar sem við erum búin að vera að æfa okkur í að fara í listaskálann, í listaskálanum hafa orðið til allskonar listaverk.